Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 20:00 Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira