Bandaríski þjóðlagatónlistarmaðurinn John Prine, sem á síðasta ári hlaut sérstök Grammy-verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, er látinn, 73 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 í Nashville.
Fjölskylda Prine greindi frá því í síðustu viku að Prine hafi smitast af kórónuveirunni og að ástand hans væri alvarlegt. Áður hafði hann háð baráttu við krabbamein.
John Prine var einn af virtustu tónsmiðum og söngvurum Bandaríkjanna og hefur fjöldi tónlistarmanna - meðal annars Bob Dylan, Bruce Springsteen og Margo Price - minnst Prine, en textar hans þóttu með eindæmum góðir.
Prine var þekktur fyrir lög á borð við Angel from Montgomery og Sam Stone.
Over here on E Street, we are crushed by the loss of John Prine. John and I were "New Dylans" together in the early 70s and he was never anything but the lovliest guy in the world. A true national treasure and a songwriter for the ages. We send our love and prayers to his family.
— Bruce Springsteen (@springsteen) April 8, 2020
It hurts so bad to read the news. I am gutted. My hero is gone. My friend is gone. We ll love you forever John Prine.
— Margo Price (@MissMargoPrice) April 8, 2020