Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. apríl 2020 19:35 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. Í því máli kom ekki upp grunur um saknæmt athæfi fyrr en fjórum dögum eftir dauða konunnar. Tilkynning um málið í Hafnarfirði barst lögreglu klukkan hálf tvö í nótt og þegar lögregla kom á vettvang var konan látin. Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru handteknir vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að konan hafi verið stungin. Ekki hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en það skýrist í kvöld að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Þetta er annað andlátið sem rannsakað er sem sakamál á mjög skömmum tíma. Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. Þann 28. mars síðastliðinn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að kona á sextugsaldri hefði látist heima hjá sér í Sandgerði. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar á staðinn, ásamt presti og lækni sem úrskurðaði hana látna. Lögreglunni brugðið þegar tilkynning barst um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað Það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina en það var eftir að niðurstaða krufningar lá fyrir en hún leiddi í ljós að sterkar líkur væru á því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á maðurinn hafi þrengt að öndunarvegi konunnar. Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að fjölskyldumeðlimir kvennanna hafi orðið þeim að bana.Vísir/Sigurjón „Þetta er afgreitt eins og venjulegt andlát í heimahúsi og það er síðan síðar sem kemur í ljós. það er réttarmeinafræðingur sem gefur ábendingu um að eitthvað annað kunni að hafa átt sér stað,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Við fyrstu hafi ekkert bent til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun. „Þegar við fáum tilkynningu um að eitthvað saknæmt kunni að vera á ferðinni að okkur er mjög brugðið og við veltum því fyrir okkur hvort við höfum gert einhver mistök en það er ekki að sjá að svo hafi verið.“ Lögregla hafi fylgt gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að tíminn sem maðurinn var laus hafi spillt rannsókninni sem miðar vel. Rannsókn er nú í fullum gangi. Fólk hvatt til að vera á varðbergi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Ólafur Helgi segist hafa áhyggjur af því að meira kunni að vera um heimilisofbeldi þó embættið sé ekki farið að merkja það. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur. Fleiri lögregluembætti hafa hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Rannsóknir hafa sýnt að meira er um heimilisofbeldi á tímum sem þessum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún tæki undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Hún segir ekki að Kvennaathvarfið hafi orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt vona á því: „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Heimilisofbeldi Manndráp í Sandgerði Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06 Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52 Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. Í því máli kom ekki upp grunur um saknæmt athæfi fyrr en fjórum dögum eftir dauða konunnar. Tilkynning um málið í Hafnarfirði barst lögreglu klukkan hálf tvö í nótt og þegar lögregla kom á vettvang var konan látin. Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru handteknir vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að konan hafi verið stungin. Ekki hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en það skýrist í kvöld að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Þetta er annað andlátið sem rannsakað er sem sakamál á mjög skömmum tíma. Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. Þann 28. mars síðastliðinn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að kona á sextugsaldri hefði látist heima hjá sér í Sandgerði. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar á staðinn, ásamt presti og lækni sem úrskurðaði hana látna. Lögreglunni brugðið þegar tilkynning barst um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað Það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina en það var eftir að niðurstaða krufningar lá fyrir en hún leiddi í ljós að sterkar líkur væru á því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á maðurinn hafi þrengt að öndunarvegi konunnar. Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að fjölskyldumeðlimir kvennanna hafi orðið þeim að bana.Vísir/Sigurjón „Þetta er afgreitt eins og venjulegt andlát í heimahúsi og það er síðan síðar sem kemur í ljós. það er réttarmeinafræðingur sem gefur ábendingu um að eitthvað annað kunni að hafa átt sér stað,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Við fyrstu hafi ekkert bent til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun. „Þegar við fáum tilkynningu um að eitthvað saknæmt kunni að vera á ferðinni að okkur er mjög brugðið og við veltum því fyrir okkur hvort við höfum gert einhver mistök en það er ekki að sjá að svo hafi verið.“ Lögregla hafi fylgt gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að tíminn sem maðurinn var laus hafi spillt rannsókninni sem miðar vel. Rannsókn er nú í fullum gangi. Fólk hvatt til að vera á varðbergi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Ólafur Helgi segist hafa áhyggjur af því að meira kunni að vera um heimilisofbeldi þó embættið sé ekki farið að merkja það. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur. Fleiri lögregluembætti hafa hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Rannsóknir hafa sýnt að meira er um heimilisofbeldi á tímum sem þessum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún tæki undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Hún segir ekki að Kvennaathvarfið hafi orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt vona á því: „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Heimilisofbeldi Manndráp í Sandgerði Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06 Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52 Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06
Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52
Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent