„Hvað er að mér á nóttunni?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 21:00 Getty/ Westend61 Kynfræðingurinn Sigga Dögg ræddi kynlíf á meðgöngu í þættinum Leyniskjölin af hlaðvarpinu Kviknar. Þar kom hún sérstaklega inn á draumana sem margar konur upplifa á meðan þær ganga með barn. „Það er nú aldeilis hiti í þeim. Það er svo gaman þegar maður fer að spyrja konur og þær eru bara „Hvað er að mér á nóttunni? Ég er bara með öllum og nágrannanum þeirra, það er bara endalaust að gerast.“ Mér finnst það svolítið skemmtilegt, mér finnst það svolítið falleg gjöf, það er eitthvað svo öruggt að vera mjög gröð á meðgöngu.“ Sigga Dögg segir að þegar haldnar eru svokallaðar barnasturtur fyrir verðandi móður, ættu vinkonur að kaupa saman handa kynlífstæki sem gjöf fyrir hana. „Þá ættum við að gefa eitt gott kynlífstæki, við ættum að gefa gott sleipiefni og við ættum að segja njóttu þín, það eru skemmtilegir tímar fram undan hvort sem það er í draumi eða vöku.“ Það sé nefnilega svo gott fyrir líkamann að fá fullnægingu og losi líka um streitu. „Það kemur samdráttur í legið þegar við fáum það svo þetta er í rauninni eins og að setja litla barnið í nudd. Þú ert í þessari haföndun og blablabla, í öllu þessu jóga og svona, fínt og flott sko. En ef þú vilt virkilega dekra við dúlluna þína, þá færðu það.“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hvetur til þess að ófrískar konur fái nýtt kynlífstæki að gjöf. Vísir/Vilhelm Sigga Dögg segir að þessi tími ófrískra kvenna með sjálfum sér, sé alveg jafn mikilvægur og að borða holt, fara í jóga og svo framvegis. „Leyfðu þér þá þetta líka. Hvenær hefur þú gefið þér pláss til að fróa þér og hafa ógeðslega gaman að því? Þarna ætla ég bara að skrifa upp á það. Þetta er ótrúlega gott fyrir þína geðheilsu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum eins og Spotify. Viðtalið við Siggu Dögg hefst á mínútu 61 í þættinum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Tengdar fréttir Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Ríkulegra heimili með einföldum ráðum „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Sjá meira
Kynfræðingurinn Sigga Dögg ræddi kynlíf á meðgöngu í þættinum Leyniskjölin af hlaðvarpinu Kviknar. Þar kom hún sérstaklega inn á draumana sem margar konur upplifa á meðan þær ganga með barn. „Það er nú aldeilis hiti í þeim. Það er svo gaman þegar maður fer að spyrja konur og þær eru bara „Hvað er að mér á nóttunni? Ég er bara með öllum og nágrannanum þeirra, það er bara endalaust að gerast.“ Mér finnst það svolítið skemmtilegt, mér finnst það svolítið falleg gjöf, það er eitthvað svo öruggt að vera mjög gröð á meðgöngu.“ Sigga Dögg segir að þegar haldnar eru svokallaðar barnasturtur fyrir verðandi móður, ættu vinkonur að kaupa saman handa kynlífstæki sem gjöf fyrir hana. „Þá ættum við að gefa eitt gott kynlífstæki, við ættum að gefa gott sleipiefni og við ættum að segja njóttu þín, það eru skemmtilegir tímar fram undan hvort sem það er í draumi eða vöku.“ Það sé nefnilega svo gott fyrir líkamann að fá fullnægingu og losi líka um streitu. „Það kemur samdráttur í legið þegar við fáum það svo þetta er í rauninni eins og að setja litla barnið í nudd. Þú ert í þessari haföndun og blablabla, í öllu þessu jóga og svona, fínt og flott sko. En ef þú vilt virkilega dekra við dúlluna þína, þá færðu það.“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hvetur til þess að ófrískar konur fái nýtt kynlífstæki að gjöf. Vísir/Vilhelm Sigga Dögg segir að þessi tími ófrískra kvenna með sjálfum sér, sé alveg jafn mikilvægur og að borða holt, fara í jóga og svo framvegis. „Leyfðu þér þá þetta líka. Hvenær hefur þú gefið þér pláss til að fróa þér og hafa ógeðslega gaman að því? Þarna ætla ég bara að skrifa upp á það. Þetta er ótrúlega gott fyrir þína geðheilsu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum eins og Spotify. Viðtalið við Siggu Dögg hefst á mínútu 61 í þættinum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Tengdar fréttir Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Ríkulegra heimili með einföldum ráðum „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Sjá meira
Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06