Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. apríl 2020 11:48 Frá Sandgerði þar sem fólkið er búsett. Sandgerði.is Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði ekki grunur um að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti fyrr en við krufningu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki viljað svara þessum fyrirspurnum fréttastofu um helgina og í morgun en sendi svo frá sér tilkynningu á tólfta tímanum. Þar kemur fram að laugardagskvöldið 28. mars hafi ættingi konunnar tilkynnt um andlát konunnar til lögreglunnar á Suðurnesjum. „Rannsóknarlögreglumaður fór þegar ásamt lækni og presti á staðinn. Ekkert á vettvangi benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Segjast hafa fylgt verklagsreglum frá fyrstu stundu Þremur dögum síðar eða þann 1. apríl barst lögreglu niðurstaða réttarmeinafræðings þess efnis að sterkur grunur léki á að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. „Þá þegar var karlmaður á sextugsaldri handtekinn vegna rannsóknar á málinu. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 1. apríl til 8. apríl næstkomandi og staðfesti Landsréttur þann úrskurð 3. apríl síðastliðinn.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn handtekni sambýlismaður konunnar og var hann handtekinn á heimili þeirra. „Það skal undirstrikað að lögregla fylgdi gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Rannsókn er í fullum gangi en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir leiðréttingu lögreglu á fyrri tilkynningu sinni þar sem misfórst með dagsetningu. Réttarmeinafræðingur upplýsti um mögulega saknæmt andlát þann 1. apríl og var maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi handtekinn sama dag, en ekki 31. mars eins og sagði í fyrri tilkynningu. Suðurnesjabær Lögreglumál Manndráp í Sandgerði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði ekki grunur um að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti fyrr en við krufningu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki viljað svara þessum fyrirspurnum fréttastofu um helgina og í morgun en sendi svo frá sér tilkynningu á tólfta tímanum. Þar kemur fram að laugardagskvöldið 28. mars hafi ættingi konunnar tilkynnt um andlát konunnar til lögreglunnar á Suðurnesjum. „Rannsóknarlögreglumaður fór þegar ásamt lækni og presti á staðinn. Ekkert á vettvangi benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Segjast hafa fylgt verklagsreglum frá fyrstu stundu Þremur dögum síðar eða þann 1. apríl barst lögreglu niðurstaða réttarmeinafræðings þess efnis að sterkur grunur léki á að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. „Þá þegar var karlmaður á sextugsaldri handtekinn vegna rannsóknar á málinu. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 1. apríl til 8. apríl næstkomandi og staðfesti Landsréttur þann úrskurð 3. apríl síðastliðinn.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn handtekni sambýlismaður konunnar og var hann handtekinn á heimili þeirra. „Það skal undirstrikað að lögregla fylgdi gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Rannsókn er í fullum gangi en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir leiðréttingu lögreglu á fyrri tilkynningu sinni þar sem misfórst með dagsetningu. Réttarmeinafræðingur upplýsti um mögulega saknæmt andlát þann 1. apríl og var maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi handtekinn sama dag, en ekki 31. mars eins og sagði í fyrri tilkynningu.
Suðurnesjabær Lögreglumál Manndráp í Sandgerði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira