Sara um nýja samninginn sinn við VW: Mér finnst þetta ekki vera ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í CrossFit. Vísir/Egill Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira