Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:55 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira