Jeppa stolið af lækni í smáíbúðahverfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 18:17 Margrét var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. Aðsend Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira