Heimurinn eftir kórónuveiruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2020 15:39 Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun