Bruninn hefur ekki áhrif á rekstur malbikunarstöðvarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2020 18:40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19