Lést af völdum kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2020 14:08 Ágústa Ragnhildur lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn, barnabörn og langömmubörn. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14