Fótbolti

Ungur peyi lék eftir ógleymanleg mörk

Sindri Sverrisson skrifar
Pollinn lék meðal annars eftir frægt skallamark Robin van Persie fyrir Holland gegn Spáni á HM 2014.
Pollinn lék meðal annars eftir frægt skallamark Robin van Persie fyrir Holland gegn Spáni á HM 2014. VÍSIR/GETTY

Það er mismunandi hvað fólk hefst við nú þegar flestir halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Ungur strákur hefur slegið í gegn með því að leika nær óaðfinnanlega eftir mögnuð mörk úr fótboltasögunni í garðinum heima hjá sér.

Strákurinn er sonur Sean O‘Hanlon sem er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. Hann leikur meðal annars eftir „hönd Guðs“, aukaspyrnu Cristiano Ronaldo gegn Portsmouth, sigurmark Ryan Giggs í bikarleik gegn Arsenal, táarskot Ronaldinhos gegn Chelsea, og fleiri mörk, og fagnar þeim með sama hætti og knattspyrnuhetjurnar.

Mörkin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×