Komu fólki til aðstoðar vegna ófærðar í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:39 Flest verkefni Landsbjargar í nótt sneru að ófærð. Landsbjörg Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55
Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27