Dýraverndunarsinni fordæmir hegðun Depays Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 12:45 Memphis Depay birti þessa mynd af sér með dýrinu. Instagram/@memphisdepay Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira