Sjö barir fengu viðvörun frá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 08:00 Myndin var tekin á föstudagskvöldi þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Þá voru afar fáir á ferli í miðborginni en síðan hámarkið var hækkað í fimmtíu manns hafa fleiri lagt leið sína í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira