Skammastu þín Þórður Snær! Svanur Guðmundsson skrifar 3. apríl 2020 16:06 Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun