Fjárhagslegu öryggi stúdenta best náð með rétti til atvinnuleysisbóta Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 20:47 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ. Stöð 2 Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ. Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ.
Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14