Heimila kaup Samkaupa á versluninni á Hólmavík Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 10:05 Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Já.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík. Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík.
Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent