Heimila kaup Samkaupa á versluninni á Hólmavík Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 10:05 Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Já.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík. Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Samkaupa á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var á vef þess fyrr í vikunni. Í ákvörðuninni er rakið að vísbendingar séu til staðar um að Hólmavík og næsta nágrenni myndi sérstakan landfræðilegan markað. „Á þessu svæði er aðeins starfrækt ein hefðbundin dagvöruverslun, hin selda verslun [Kaupfélags Steingrímsfjarðar]. Af þeim sökum er ljóst að vegna samrunans myndi ekki verða nein samþjöppun á hinum landfræðilega markaði málsins,“ segir í ákvörðuninni. Næsta dagvöruverslun í klukkutíma fjarlægð Næstu verslanir séu á Drangsnesi, í 32 kílómetra fjarlægð, Reykhólum í 57 kílómetra fjarlægð og svo Búðardal í sjötíu kílómetra fjarlægð. Byggðarlagið sé því nokkuð afskekkt og tiltölulega langt í næstu hefðbundnu dagvöruverslun sem er Kjörbúðin Búðardal, eða um klukkutíma akstur. „Ennþá lengra er í næstu lágvöruverðsverslanir sem er að finna í Borgarnesi í um tveggja klukkutíma fjarlægð. Að mati Samkeppniseftirlitsins bendir framangreint því til þess að sú aukning sem verður á samþjöppun á landfræðilega markaðnum Norðurland vestra í kjölfar samrunans gefi ekki rétta mynd af samkeppnislegum áhrifum samrunans.“ Ekki röskun á samkeppni Samkeppniseftirlitið telur því að með samrunanum muni ekki verða breyting á stöðu verslunar KSH á Hólmavík en verslunin hafi hingað til verið eina hefðbundna dagvöruverslunin á svæðinu. „Þá eru ekki vísbendingar um að kaup Samkaupa á versluninni leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki eru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík.
Strandabyggð Verslun Samkeppnismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira