Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 19:48 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir í þágu námsmanna á blaðamannafundi í HR í dag. Vísir/Vilhelm Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan. Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan.
Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46
Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14