Umsóknir 96% umsækjenda um greiðslufrest á lánum fyrirtækja samþykktar Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 18:35 Katrín Júlíusdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja en samtökin tóku saman umsónir um greiðslufrest. Vísir/Vilhelm Tæplega 1.500 fyrirtæki hafa sótt um og fengið samþykkta greiðslufresti á lánum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkeppniseftirlitið veitti undanþágu fyrir samkomulagi um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja þann 23. mars. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, sparisjóðirnir, Lykill, ÍV-sjóðir auk Byggðastofnunar og lífeyrissjóðanna. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa tekið saman umsóknirnar og stöðu þeirra en samantektin byggir á upplýsingum frá viðskiptabönkum og sparisjóðum sem tóku á móti umsóknum. Óskað var eftir fjölda umsókna, fjölda afgreiddra umsókna, fjölda samþykktra og synjaðra umsókna. Alls bárust 1.664 umsóknir um greiðslufrest á tímabilinu 23. mars til 4. maí og höfðu um 90% umsókna (1.496) verið samþykktar þegar samantekt SFF var gefin út. Um 96% fyrirtækja þóttu hafa uppfyllt skilyrði samkomulagsins en einungis 57 fyrirtæki þóttu ekki gera það. Því hafa umsóknir 1.439 aðila verið samþykktar. Í samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja kemur fram að í langflestum tilfellum sé um að ræða örfyritæki með færri en 10 starfsmenn eða lítil fyrirtæki með minna en 50% starfsmenn. Yfir 70% teljast til örfyrirtækja og tæplega 20% til lítilla fyrirtækja. Fimm prósent fyrirtækja sem sóttu um greiðslufrest teljast til stórra fyrirtækja og 6% til meðalstórra. Samantekt á stærð umsækjenda byggir á upplýsingum um 1.300 af þeim 1.664 sem sóttu um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Tæplega 1.500 fyrirtæki hafa sótt um og fengið samþykkta greiðslufresti á lánum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkeppniseftirlitið veitti undanþágu fyrir samkomulagi um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja þann 23. mars. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, sparisjóðirnir, Lykill, ÍV-sjóðir auk Byggðastofnunar og lífeyrissjóðanna. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa tekið saman umsóknirnar og stöðu þeirra en samantektin byggir á upplýsingum frá viðskiptabönkum og sparisjóðum sem tóku á móti umsóknum. Óskað var eftir fjölda umsókna, fjölda afgreiddra umsókna, fjölda samþykktra og synjaðra umsókna. Alls bárust 1.664 umsóknir um greiðslufrest á tímabilinu 23. mars til 4. maí og höfðu um 90% umsókna (1.496) verið samþykktar þegar samantekt SFF var gefin út. Um 96% fyrirtækja þóttu hafa uppfyllt skilyrði samkomulagsins en einungis 57 fyrirtæki þóttu ekki gera það. Því hafa umsóknir 1.439 aðila verið samþykktar. Í samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja kemur fram að í langflestum tilfellum sé um að ræða örfyritæki með færri en 10 starfsmenn eða lítil fyrirtæki með minna en 50% starfsmenn. Yfir 70% teljast til örfyrirtækja og tæplega 20% til lítilla fyrirtækja. Fimm prósent fyrirtækja sem sóttu um greiðslufrest teljast til stórra fyrirtækja og 6% til meðalstórra. Samantekt á stærð umsækjenda byggir á upplýsingum um 1.300 af þeim 1.664 sem sóttu um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira