Stjórnvöld ekki þurft að nýta neyðarákvæði til að fyrirskipa aukna framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:56 Víða má finna handspritt nú um stundir. Vísir/vésteinn Engin ástæða er fyrir almenning að hafa áhyggjur af hugsanlegum skorti á handspritti eða öðrum sótthreinsivörum á næstunni. Þetta er meginniðurstaða athugunar Umhverfisstofnunar á framboði og framleiðslugetu á sótthreinsivörum hér á landi. Ekki hefur þurft að grípa til úrræðis í almannavarnalögum sem gerir stjórnvöldum kleift að fyrirskipa fyrirtækjum að framleiða meira af slíkum vörum. Gríðarleg aukning hefur verið í eftirspurn eftir handspritti undanfarnar vikur í kjölfar þess að kórónuveiran gerði vart við sig í íslensku samfélagi. Í ljósi þessa vildi Umhverfisstofnun kanna hvort hægt væri að anna þeirri eftirspurn á meðan faraldurinn stæði yfir. Staðan góð sem stendur Niðurstaða stofnunarinnar er sú að birgðastaða tilbúinna sótthreinsiefna og hráefna til framleiðslu innanlands sé góð sem stendur og eitthvað fram í tímann. Athugunin byggði á upplýsingum frá stærstu framleiðendum handspritts. „Okkur sýnist að þetta séu fimm fyrirtæki sem hafi einhverja burði til þess að framleiða sótthreinsiefni og þar af eru tvö langstærst sem eru helst að sinna heilbrigðiskerfinu,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við Vísi. Einnig eru aðrir aðilar á markaðnum sem flytja inn tilbúið handspritt en stofnunin beindi sjónum sínum sérstaklega að þeim sem gætu framleitt slíkt hér innanlands. Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.Aðsend Verð á hráefni hækkað Öll framleiðslufyrirtækin vinna spritt úr innfluttum aðföngum á borð við etanól, ísóprópanól og própanól en til stendur að hefja eimingu etanóls hér á næstunni að sögn Björns. Birgðastaða þessara efna er sögð vera góð og hafa fyrirtækin ekki enn lent í erfiðleikum með að nálgast birgðir erlendis þrátt fyrir mikla eftirspurn um allan heim. Verðið á þessum aðföngum hafi þó hækkað. Fyrir utan skort á handpumpum segir Björn að staðan hafi verið góð hjá öllum þeim fyrirtækjum sem voru til skoðunar. Markaðurinn fljótur að bregðast við Björn segir að framleiðendurnir hafi verið fljótir að bregðast við stóraukinni eftirspurn eftir handspritti. Til að mynda hafi aðilar hætt að framleiða aðrar vörur til að einbeita sér að spritti, þar á meðal framleiðandi sem hafði aldrei búið til slíkt áður. „Etanól er notað talsvert mikið til þess að búa til rúðuvökva og fyrirtækin sem eru í því að framleiða rúðuvökva hættu því bara algjörlega og einbeittu sér að því að nota etanólið í framleiðslu á sótthreinsiefnum.“ Einnig hafi áfengisframleiðandinn Volcanic Drinks hætt að framleiða áfengi tímabundið og ákveðið að nýta framleiðslutækin í að búa til handspritt. Ekki þurft að beita neyðarákvæði Björn segir að fyrirtækjunum sé skylt að veita Umhverfisstofnun upplýsingar um birgðastöðu ýmissa efna á grundvelli gildandi efnalöggjafar. Þó geti stofnunin ekki fyrirskipað þeim að framleiða ákveðnar vörur. Stjórnvöld geti hins vegar beitt slíkum úrræðum. „Það er ákveðin grein í almannavarnalögum sem heimilar ríkisstjórninni að fara fram á það að fyrirtæki sem geti framleitt sótthreinsiefni geri það og geri ekkert annað. Þannig að þar kæmu þessar takmarkanir í veg fyrir það einhver hráefni væru notuð í eitthvað annað sem væri ekki eins brýnt að framleiða.“ Engin þörf hafi þó verið fyrir að beita því ákvæði í ljósi þess að öll fyrirtækin hafi sjálf brugðist við. Að sögn Björns er ríkisstjórnin vel upplýst um stöðu mála þar sem niðurstöður Umhverfisstofnunar hafi verið grundvöllur minnisblaðs sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi á dögunum. Gagnaöflun fyrir athugunina var framkvæmd fyrir nokkrum vikum og er stefnt að því að endurtaka hana síðar í mánuðinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Engin ástæða er fyrir almenning að hafa áhyggjur af hugsanlegum skorti á handspritti eða öðrum sótthreinsivörum á næstunni. Þetta er meginniðurstaða athugunar Umhverfisstofnunar á framboði og framleiðslugetu á sótthreinsivörum hér á landi. Ekki hefur þurft að grípa til úrræðis í almannavarnalögum sem gerir stjórnvöldum kleift að fyrirskipa fyrirtækjum að framleiða meira af slíkum vörum. Gríðarleg aukning hefur verið í eftirspurn eftir handspritti undanfarnar vikur í kjölfar þess að kórónuveiran gerði vart við sig í íslensku samfélagi. Í ljósi þessa vildi Umhverfisstofnun kanna hvort hægt væri að anna þeirri eftirspurn á meðan faraldurinn stæði yfir. Staðan góð sem stendur Niðurstaða stofnunarinnar er sú að birgðastaða tilbúinna sótthreinsiefna og hráefna til framleiðslu innanlands sé góð sem stendur og eitthvað fram í tímann. Athugunin byggði á upplýsingum frá stærstu framleiðendum handspritts. „Okkur sýnist að þetta séu fimm fyrirtæki sem hafi einhverja burði til þess að framleiða sótthreinsiefni og þar af eru tvö langstærst sem eru helst að sinna heilbrigðiskerfinu,“ segir Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við Vísi. Einnig eru aðrir aðilar á markaðnum sem flytja inn tilbúið handspritt en stofnunin beindi sjónum sínum sérstaklega að þeim sem gætu framleitt slíkt hér innanlands. Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.Aðsend Verð á hráefni hækkað Öll framleiðslufyrirtækin vinna spritt úr innfluttum aðföngum á borð við etanól, ísóprópanól og própanól en til stendur að hefja eimingu etanóls hér á næstunni að sögn Björns. Birgðastaða þessara efna er sögð vera góð og hafa fyrirtækin ekki enn lent í erfiðleikum með að nálgast birgðir erlendis þrátt fyrir mikla eftirspurn um allan heim. Verðið á þessum aðföngum hafi þó hækkað. Fyrir utan skort á handpumpum segir Björn að staðan hafi verið góð hjá öllum þeim fyrirtækjum sem voru til skoðunar. Markaðurinn fljótur að bregðast við Björn segir að framleiðendurnir hafi verið fljótir að bregðast við stóraukinni eftirspurn eftir handspritti. Til að mynda hafi aðilar hætt að framleiða aðrar vörur til að einbeita sér að spritti, þar á meðal framleiðandi sem hafði aldrei búið til slíkt áður. „Etanól er notað talsvert mikið til þess að búa til rúðuvökva og fyrirtækin sem eru í því að framleiða rúðuvökva hættu því bara algjörlega og einbeittu sér að því að nota etanólið í framleiðslu á sótthreinsiefnum.“ Einnig hafi áfengisframleiðandinn Volcanic Drinks hætt að framleiða áfengi tímabundið og ákveðið að nýta framleiðslutækin í að búa til handspritt. Ekki þurft að beita neyðarákvæði Björn segir að fyrirtækjunum sé skylt að veita Umhverfisstofnun upplýsingar um birgðastöðu ýmissa efna á grundvelli gildandi efnalöggjafar. Þó geti stofnunin ekki fyrirskipað þeim að framleiða ákveðnar vörur. Stjórnvöld geti hins vegar beitt slíkum úrræðum. „Það er ákveðin grein í almannavarnalögum sem heimilar ríkisstjórninni að fara fram á það að fyrirtæki sem geti framleitt sótthreinsiefni geri það og geri ekkert annað. Þannig að þar kæmu þessar takmarkanir í veg fyrir það einhver hráefni væru notuð í eitthvað annað sem væri ekki eins brýnt að framleiða.“ Engin þörf hafi þó verið fyrir að beita því ákvæði í ljósi þess að öll fyrirtækin hafi sjálf brugðist við. Að sögn Björns er ríkisstjórnin vel upplýst um stöðu mála þar sem niðurstöður Umhverfisstofnunar hafi verið grundvöllur minnisblaðs sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi á dögunum. Gagnaöflun fyrir athugunina var framkvæmd fyrir nokkrum vikum og er stefnt að því að endurtaka hana síðar í mánuðinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent