Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2020 15:11 Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn hefur getað útskrifað sjúklinga af gjörgæslu sem þurftu á öndunarvélarmeðferð að halda vegna COVID-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. Enn eru níu manns í öndunarvél vegna sjúkdómsins og tólf á gjörgæslu á landinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði tímamótin gleðifréttir, ekki aðeins fyrir sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans heldur einnig starfsfólk spítalans sem hefði lagt hart að sér á upplýsingafundi almannavarna í dag. Greint var frá því að sjúklingurinn væri kominn í öndunarvél á upplýsingafundi miðvikudaginn 25. mars í síðustu viku. Miðað við það var sjúklingurinn í öndunarvél í um tíu daga áður en hann var færður af gjörgæslu. Tveir COVID-19 -sjúklingar af ellefu hafa nú losnað úr öndunarvél, að því er kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Fjörutíu og fjórir liggja inni á sjúkrahúsum vegna sýkingarinnar, tólf eru á gjörgæslu og níu eru í öndunarvél, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknir, á fundinum í dag. Páll sagði að til viðbótar lægju fjórir sjúklingar inni á Landspítalanum vegna gruns um kórónuveirusmit og nítján sjúklingar væru í sóttkví. Göngudeild COVID-19 á Landspítalanum fylgist nú með 1.035 einstaklingum, þar á meðal 104 börnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05 Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. 2. apríl 2020 21:09 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. Enn eru níu manns í öndunarvél vegna sjúkdómsins og tólf á gjörgæslu á landinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði tímamótin gleðifréttir, ekki aðeins fyrir sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans heldur einnig starfsfólk spítalans sem hefði lagt hart að sér á upplýsingafundi almannavarna í dag. Greint var frá því að sjúklingurinn væri kominn í öndunarvél á upplýsingafundi miðvikudaginn 25. mars í síðustu viku. Miðað við það var sjúklingurinn í öndunarvél í um tíu daga áður en hann var færður af gjörgæslu. Tveir COVID-19 -sjúklingar af ellefu hafa nú losnað úr öndunarvél, að því er kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Fjörutíu og fjórir liggja inni á sjúkrahúsum vegna sýkingarinnar, tólf eru á gjörgæslu og níu eru í öndunarvél, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknir, á fundinum í dag. Páll sagði að til viðbótar lægju fjórir sjúklingar inni á Landspítalanum vegna gruns um kórónuveirusmit og nítján sjúklingar væru í sóttkví. Göngudeild COVID-19 á Landspítalanum fylgist nú með 1.035 einstaklingum, þar á meðal 104 börnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05 Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. 2. apríl 2020 21:09 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05
Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. 2. apríl 2020 21:09