Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 14:14 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ. vÍSIR/VILHELM Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira