Hjólafólk á ekki að gera ráð fyrir að geta farið hraðar en gangandi á göngustígum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:11 Mikil umferð hefur verið um hjóla- og göngustíga í höfuðborginni í samkomubanni. Vísir/vilhelm Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“ Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“
Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira