Hjólafólk á ekki að gera ráð fyrir að geta farið hraðar en gangandi á göngustígum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:11 Mikil umferð hefur verið um hjóla- og göngustíga í höfuðborginni í samkomubanni. Vísir/vilhelm Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“ Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Hjólreiðafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi fólki á blönduðum stíg, þ.e. stíg sem ætlaður er gangandi og hjólandi. Þar sem sérstakur hjólastígur er ekki til staðar ber hjólafólki jafnframt að fara um stígana á forsendum gangandi og má ekki gera ráð fyrir að geta farið hraðar en nemur gönguhraða. Þetta kemur fram í útlistunum á reglum sem gilda um umferð hjólandi og gangandi í Reykjavík, sem áréttaðar eru í tilkynningu frá borginni sem send var út í dag. Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og blönduðum stígum, þ.e. sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum. Borgarbúar hafa í yfirstandandi samkomubanni nýtt sér þessa stíga til útivistar sem aldrei fyrr. En hvaða umferðarreglur gilda á stígunum? Lína á stíg gildir ekki lengur Fyrir þónokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og nú eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum. Hjólafólki ber skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf. Hraði hjóla á gangstígum er takmörkunum háður „Enginn hjólreiðamaður skal heldur gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga ætlaða gangandi á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða. Hjólreiðafólk þarf að hægja á sér og víkja fyrir gangandi fólki,“ segir í tilkynningu borgarinnar. „Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar, þá er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar. Þá gildir hægri reglan á hjólastígum en það er engin sérstök regla sem gildir þegar umferð er blönduð á stígum. Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“
Hjólreiðar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira