Störfum fækkar í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í tæp tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 13:24 Um 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhverskonar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. AP/Sue Ogrocki Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira