Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. maí 2020 15:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundinum í dag. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands og einhvern tímann þurfi aftur að opna landið. Í ljósi góðs árangurs Íslendinga innanlands í baráttunni við veiruna telji sóttvarnalæknir mikilvægt að huga núna að opnun landsins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins sem vann tillögurnar var það Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lagði það til að skima alla sem koma til landsins, bæði Íslendinga og útlendinga. Að hans mati sýni reynslan undanfarnar vikur að þetta sé framkvæmanlegt. Íslensk erfðagreining hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag og hægt eigi að vera að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Til skoðunar að rukka fyrir skimun Tillögurnar sem kynntar voru á blaðamannfundi í Þjóðmenningarhúsinu ganga út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og að hún standi til boða í stað tveggja vikna sóttkvíar frá 15. júní. Sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Verið sé að leggja mat á kostnað við verkefnið og að einnig hafi verið til skoðunar hvort taka eigi gjald af farþegum fyrir sýnatöku á flugvellinum. Ekki að láta undan þrýstingi Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki vera að láta undan ákalli um að slakað verði á kröfum um sóttkví við komuna til landsins. „Neinei, ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algjörlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið og reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið,“ segir Þórólfur. Honum sé það jafnframt ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfi að opna landið. „Hvort sem það er í dag, eftir sex mánuði eða ár þá munum við alltaf standa frammi fyrir þessum spurningum og við þurfum að svara því hvernig það á að gerast.“ Veiran sé ekki á förum. „Hún verður örugglega viðloðandi næstu eitt til tvö ár. Þess vegna tel ég mikilvægt núna þegar við höfum náð þessum góða árangri innanlands að við reynum að opna landið, þó á þann veg að við lágmörkum alla áhættu á því að veiran komi hérna inn aftur.“ Þórólfur segist jafnframt telja að tillögurnar sem kynntar voru í dag „ séu nokkuð í þeim anda sem ég hef verið að hugsa. Ég held að við getum útfært þær mjög vel og tryggt það að veiran komi ekki hingað aftur eins og mögulegt er.“ Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands og einhvern tímann þurfi aftur að opna landið. Í ljósi góðs árangurs Íslendinga innanlands í baráttunni við veiruna telji sóttvarnalæknir mikilvægt að huga núna að opnun landsins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins sem vann tillögurnar var það Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lagði það til að skima alla sem koma til landsins, bæði Íslendinga og útlendinga. Að hans mati sýni reynslan undanfarnar vikur að þetta sé framkvæmanlegt. Íslensk erfðagreining hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag og hægt eigi að vera að margfalda þá afkastagetu. Fyrirtækið sé reiðubúið að vera stjórnvöldum innan handar við útfærsluna og greiningu. Til skoðunar að rukka fyrir skimun Tillögurnar sem kynntar voru á blaðamannfundi í Þjóðmenningarhúsinu ganga út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og að hún standi til boða í stað tveggja vikna sóttkvíar frá 15. júní. Sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Verið sé að leggja mat á kostnað við verkefnið og að einnig hafi verið til skoðunar hvort taka eigi gjald af farþegum fyrir sýnatöku á flugvellinum. Ekki að láta undan þrýstingi Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki vera að láta undan ákalli um að slakað verði á kröfum um sóttkví við komuna til landsins. „Neinei, ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algjörlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið og reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið,“ segir Þórólfur. Honum sé það jafnframt ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfi að opna landið. „Hvort sem það er í dag, eftir sex mánuði eða ár þá munum við alltaf standa frammi fyrir þessum spurningum og við þurfum að svara því hvernig það á að gerast.“ Veiran sé ekki á förum. „Hún verður örugglega viðloðandi næstu eitt til tvö ár. Þess vegna tel ég mikilvægt núna þegar við höfum náð þessum góða árangri innanlands að við reynum að opna landið, þó á þann veg að við lágmörkum alla áhættu á því að veiran komi hérna inn aftur.“ Þórólfur segist jafnframt telja að tillögurnar sem kynntar voru í dag „ séu nokkuð í þeim anda sem ég hef verið að hugsa. Ég held að við getum útfært þær mjög vel og tryggt það að veiran komi ekki hingað aftur eins og mögulegt er.“ Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason Klippa: Viðtal við Þórólf Guðnason
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07 Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. 12. maí 2020 15:07
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43