28 félagasamtök fá alls 55 milljónir vegna baráttunnar við Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 11:56 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari. Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari.
Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira