Tónlistarmennirnir Huginn og Frikki Dór kíktu í Keyrsluna til Egils Ploder á FM957 í morgun.
Þeir gáfu á dögunum út sitt fyrsta lag saman og ber lagið nafnið Einn Tveir. Í viðtalinu hjá Agli fóru þeir í spurningakeppni sem gekk út á það hver þekkir andstæðinginn betur.
Egill samdi spurningarnar og voru þær nokkuð skrautlegar eins og til að mynda hafði hann sett lagatexta eftir þessa listamenn yfir á ensku og gekk nokkuð erfilega að giska á rétt svar.
Hér að neðan má sjá spurningakeppnina í heild sinni.