Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:52 Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Bolungarvík.is Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14
Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35