Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 11:30 Guðjón Valur fékk nóg af hrokanum í Ulrik Wilbek. vísir/getty Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira