Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 16:49 Laugardalslaug hefur verið lokuð almenningi síðan 23. mars. Börn hófu þó skólasund í vikunni og afreksíþróttafólk er byrjað að æfa. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira