Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 16:49 Laugardalslaug hefur verið lokuð almenningi síðan 23. mars. Börn hófu þó skólasund í vikunni og afreksíþróttafólk er byrjað að æfa. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira
Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira