Smitvarin stefnumót og fjárfestafundir í sýndarveruleika Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 11. maí 2020 16:00 Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Upplýsingatækni Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar