Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 18:05 Icelandair reynir nú að ljúka samningum við starfsfólk á sama tíma og reynt er að bjarga rekstri félagsins frá afleiðingum kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira