Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að æfa af krafti alla meðgönguna og hún leyfir aðdáendum sínum líka að fylgjast með á samfélagsmiðlum.
Í nýjasta myndbandinu sínum má sjá Anníe Mist reyna sig við réttstöðulyftu. Það kemur ekki fram hvað hún er að lyfta þungu en það vantar sýnilega ekki lóðin á stöngina.
Það fer ekkert á milli mála að bumban er farin að stækka hjá Anníe Mist en hún lætur það ekkert stoppa sig í lyftingarsalnum.
Það er alveg ljóst að það eru ekki allir sem lyfta slíkum þyngdum hvað þá konur að verða komnar fimm mánuði á leið.
Anníe Mist er að vanda með léttleikann að leiðarljósi og það má líka sjá það í þessu myndbandi.
Hún skellir upp úr eftir lyfturnar og kærastinn hennar Frederik Ægidius hafði líka mjög gaman af þessu eins og sjá má hér fyrir neðan.