Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 23:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ahmaud Arbery. Samsett/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15