Sóttkví komi ekki niður á fjárhag fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 3. mars 2020 12:10 Fólk sem hefur ferðast um hættusvæði eins og Ítalíu hefur verið beðið um að halda sig heima í fjórtán daga. Deilt er um hvort þeir sem það gera án þess að veikjast sjálfir eigi rétt á veikindaleyfi á meðan. Vísir/Vilhelm Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga. Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga.
Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33
Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19