Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Útibú Landsbankann í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15
„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30