Á dögunum steig hnefaleikakappinn Oscar De La Hoya fram í viðtali og sagði að hann myndi 100% vinna gegn UFC-kappanum, Conor McGregor, myndu þeir mætast í boxhringnum.
Hann skoraði að sama skapi á Írann og hinn kjaftforsi Conor var ekki lengi að svara bardagakappanum því Conor greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrr í dag að hann væri tilbúinn í þessa áskorun frá De La Hoya.
I accept your challenge, Oscar de la Hoya.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) May 7, 2020
Conor hefur einu sinni áður barist í boxhringnum en hann tapaði þá gegn Floyd Mayweather. Conor barðist seinast 18. janúar þegar hann rotaði Donald Cerrone á 40 sekúndum.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og hvort að þessir tveir miklu bardagamenn munu mætast í boxhringnum á árinu en De La Hoya er einn sigursælasti bardagamaður sögunnar.