Lygileg saga um samskipti Þorsteins og Kraftwerk Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Þorsteinn hefur staðið fyrir heilum helling af tónleikum hér á landi síðustu ár. Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“ Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“
Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög