Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:38 Reykjalundur í Mosfellsbæ þar sem fólki sem var á gjörgæslu vegna Covid-19 er sinnt. Vísir/Egill Síðustu þrjár vikurnar hefur Reykjalundur tekið á móti um tuttugu einstaklingum sem áður lágu þungt haldnir á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Um allra veikasta fólkið er að ræða sem glímir við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segir alla skjólstæðinga eiga það sameiginlegt að vera örmagna. „Það er alveg gríðarleg þreyta, það er örmagna, örmagna bæði á líkama og sál. Þetta er náttúrulega nýr sjúkdómur og óþekktur og við erum í rauninni að skrifa söguna. Við fagfólkið hér lesum alla daga einhverjar greinar sem eru að birtast í hinum stóra heimi. Þetta er fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á öll líffærakerfi. Þessi almenna þreyta er í rauninni eins og eftir aðra alvarlega sjúkdóma og langvarandi gjörgæsludvöl. Það sem er öðruvísi núna er náttúrulega að þetta er af völdum smitsjúkdóms sem er alvarlegur. Það þarf að gæta vel að smitvörnum því við erum með blandaða deild hér.“ Stofugangur á Covid-19 göngudeild Landspítala.Ljósmynd Landspítali/Þorkell Magdalena segir að margir skjólstæðingar hafi þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir erfiða lífsreynslu á spítalanum. „Það er dauðans angist. Svo fylgja líka mjög oft gjörgæslumeðferðum það sem kallað er gjörgæslumartraðir. Því fólk er svona misdjúpt sofandi þegar það er í öndunarvélum og það skynjar háfaða, píp í tækjum og sér einhverjar útlínur. Við erum með heilan hóp sálfræðinga og við bjóðum öllu þessu fólki sálfræðiviðtöl. Sumum nægir eitt en aðrir þurfa meiri aðstoð,“ segir Magdalena. Ekki hægt að þjálfa þreytuna úr sér eftir Covid-19 Skjólstæðingarnir sem starfsfólk Reykjalundar hefur sinnt undanfarið eiga það allir sameiginlegt að hafa verið með öndunarbilun og þurft á öndunarstuðningi að halda, ýmist í formi súrefnisstuðnings eða öndunarvéla. Endurhæfingin felst í að koma fólkinu á fætur og gefa því góða næringu. Ekki megi fara of geyst af stað. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi.Vísir/Arnar „Við erum með það sem við köllum fyrsta stigs endurhæfingu, sem miðar fyrst og fremst að því að gera fólk fótaferðarhæft og koma því heim síðan þegar það treystir sér til og við treystum þeim til. Það er engin hefðbundin endurhæfing eins og úthaldsþjálfun og styrktarþjálfun að öðru leyti en að klára af athafnir daglegs lífs. Síðan fara allir þessir einstaklingar í eftirfylgd á Covid-19 göngudeildinni eftir einhverjar 8-12 vikur eftir útskrift á Landspítalanum og þá verður önnur endurhæfingarþörf metin í framhaldinu.“ Nú þegar hafa fimm útskrifast af Reykjalundi sem voru áður á gjörgæslu með Covid-19. „Það tekur langan tíma að jafna sig eftir lungnabólgu, það á við jafnt um þetta fólk og aðra, en við sjáum samt að þeir sem hafa til okkar komið, […] braggast eftir að hafa fengið góða næringu, hreyfingu og leiðbeiningar um hreyfingu að fara sér ekki of geyst. Maður þjálfar ekki þessa þreytu úr sér, hún þarf bara að fá að líða úr manni meira, en samt með ákveðinni virkni eins og að fara á fætur og nærast vel, fara í göngutúra og gera það sem maður ræður við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19 Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun. 28. apríl 2020 14:16 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Síðustu þrjár vikurnar hefur Reykjalundur tekið á móti um tuttugu einstaklingum sem áður lágu þungt haldnir á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Um allra veikasta fólkið er að ræða sem glímir við eftirköst sjúkdómsins. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segir alla skjólstæðinga eiga það sameiginlegt að vera örmagna. „Það er alveg gríðarleg þreyta, það er örmagna, örmagna bæði á líkama og sál. Þetta er náttúrulega nýr sjúkdómur og óþekktur og við erum í rauninni að skrifa söguna. Við fagfólkið hér lesum alla daga einhverjar greinar sem eru að birtast í hinum stóra heimi. Þetta er fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á öll líffærakerfi. Þessi almenna þreyta er í rauninni eins og eftir aðra alvarlega sjúkdóma og langvarandi gjörgæsludvöl. Það sem er öðruvísi núna er náttúrulega að þetta er af völdum smitsjúkdóms sem er alvarlegur. Það þarf að gæta vel að smitvörnum því við erum með blandaða deild hér.“ Stofugangur á Covid-19 göngudeild Landspítala.Ljósmynd Landspítali/Þorkell Magdalena segir að margir skjólstæðingar hafi þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir erfiða lífsreynslu á spítalanum. „Það er dauðans angist. Svo fylgja líka mjög oft gjörgæslumeðferðum það sem kallað er gjörgæslumartraðir. Því fólk er svona misdjúpt sofandi þegar það er í öndunarvélum og það skynjar háfaða, píp í tækjum og sér einhverjar útlínur. Við erum með heilan hóp sálfræðinga og við bjóðum öllu þessu fólki sálfræðiviðtöl. Sumum nægir eitt en aðrir þurfa meiri aðstoð,“ segir Magdalena. Ekki hægt að þjálfa þreytuna úr sér eftir Covid-19 Skjólstæðingarnir sem starfsfólk Reykjalundar hefur sinnt undanfarið eiga það allir sameiginlegt að hafa verið með öndunarbilun og þurft á öndunarstuðningi að halda, ýmist í formi súrefnisstuðnings eða öndunarvéla. Endurhæfingin felst í að koma fólkinu á fætur og gefa því góða næringu. Ekki megi fara of geyst af stað. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi.Vísir/Arnar „Við erum með það sem við köllum fyrsta stigs endurhæfingu, sem miðar fyrst og fremst að því að gera fólk fótaferðarhæft og koma því heim síðan þegar það treystir sér til og við treystum þeim til. Það er engin hefðbundin endurhæfing eins og úthaldsþjálfun og styrktarþjálfun að öðru leyti en að klára af athafnir daglegs lífs. Síðan fara allir þessir einstaklingar í eftirfylgd á Covid-19 göngudeildinni eftir einhverjar 8-12 vikur eftir útskrift á Landspítalanum og þá verður önnur endurhæfingarþörf metin í framhaldinu.“ Nú þegar hafa fimm útskrifast af Reykjalundi sem voru áður á gjörgæslu með Covid-19. „Það tekur langan tíma að jafna sig eftir lungnabólgu, það á við jafnt um þetta fólk og aðra, en við sjáum samt að þeir sem hafa til okkar komið, […] braggast eftir að hafa fengið góða næringu, hreyfingu og leiðbeiningar um hreyfingu að fara sér ekki of geyst. Maður þjálfar ekki þessa þreytu úr sér, hún þarf bara að fá að líða úr manni meira, en samt með ákveðinni virkni eins og að fara á fætur og nærast vel, fara í göngutúra og gera það sem maður ræður við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19 Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun. 28. apríl 2020 14:16 Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19 Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun. 28. apríl 2020 14:16
Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. 27. apríl 2020 20:00