Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 11:13 Fossvogsskóli hefur komist í fréttirnar undanfarin ár vegna mikil mygluvanda sem herjaði á húsnæði skólans. Um tíma voru höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal vettvangur kennslu fyrir börn í skólanum. Vísir/Egill Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. Foreldrar eru margir hverjir afar ósáttir og spyr móðir barns í skólanum hvort kjörnir fulltrúar í Reykjavík séu sáttir við þessa stöðu mála í skólanum. Skólastjóri telur ekki ástæðu til að ræða málið í fjölmiðlum. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir.Háskóli Íslands Grunnskólar um allt land tóku til starfa með svo til eðlilegum hætti mánudaginn 4. maí eftir að starf skólanna hafði verið litað af kórónuveirunni og þeim takmörkunum sem faraldurinn setti skólahaldi. Reyndar var það svo að 4. maí var starfsdagur í Fossvogsskóla svo foreldrar barna í skólanum, utan þrjátíu barna sem fengu inni á frístundaheimilinu Efstalandi, biðu sólarhring lengur með að komast aftur í rútínuna eins og oft er talað um. Í dag hrista foreldrarnir margir hverjir hausinn þegar þeir taka til tvöfalt nesti fyrir börn sín. Ávöxt milli mála og svo einhvern hádegisverð þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að bjóða ekki upp á hádegismat út skólaárið. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að enginn matur verði í boði út skólaárið. „Ég vil helst ekki ræða þetta í fjölmiðlum,“ sagði Ingibjörg Ýr spurð nánar út í stöðu mála. Kokkur í leyfi og auknar kröfur um þrif Í tölvupósti frá Ingibjörgu Ýr til foreldra þann 30. apríl með titlinum Minnum á starfsdag 4. maí sagði: Þá viljum við upplýsa ykkur um að fram að skólalokum verður ekki boðið upp á heitar máltíðir í skólanum. Nemendur munu borða inni í sínum skólastofum og við biðjum ykkur um að nesta þau fyrir morgun- og hádegisnesti. Ástæða þessa er af tvennum toga: Annars vegar eru gerðar auknar kröfur til skólans um þrif á húsnæði skólans út skólaárið og hins vegar er kokkurinn okkar í veikindaleyfi fram á haust. Starfsfólk okkar sem starfar að jafnaði í mötuneyti skólans mun sinna þrifum allan daginn á öllum margsnertanlegum flötum eins og borðum og stólum, salernum og handlaugum, hurðarhúnum og sólbekkjum, anddyrum og útidyrahurðum. Blaðamaður hefur heyrt hljóðið í nokkrum foreldrum barna í Fossvogsskóla sem segja ótrúlegt að ekki sé hægt að útvega kokk á þessum tímum. Um framtaksleysi sé að ræða. Helga Dögg Björgvinsdóttir er meðal þeirra foreldra sem skilja ekkert í stöðu mála og rekur málið á Facebook-síðu sinni. Telur mikilvægt að börnin fái hollan og góðan mat „Frá því um miðjan febrúar hefur sonur minn, og önnur börn í Fossvogsskóla, ekki haft aðgang að mötuneyti ef frá eru taldir örfáir dagar í mars á milli verkfalls og samkomubanns. Þegar styttast fór í að skólastarf hæfist aftur með eðlilegum hætti var ég ekki síst spennt fyrir því að regla kæmist á hádegisverðinn hjá barninu og að hann kæmist í heitan, hollan og góðan mat í skólanum. Þessi spenningur dó hljóðum dauðdaga á mánudagskvöld (það var jú starfsdagur kennara á mánudag og því ekki skóli fyrr en á þriðjudag) þegar póstur barst frá umsjónakennara þar sem minnt var á að nesta þyrfti börnin fyrir bæði kaffitíma og hádegi. Fyrri tilkynningar um lokun mötuneytisins fram yfir sumarfrí höfðu farið framhjá mér, og raunar fleiri foreldrum, enda vandlega faldar í langloku tölvupósti sem barst frá skólanum með „subject“ línunni „minnum á starfsdag 4. maí“,“ segir Helga Dögg. Helga Dögg Björgvinsdóttir var Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna en sagði sig úr flokknum árið 2017 ásamt fleiri konum sem voru orðnar langþreyttar á hvernig haldið var á málum þar inni, ekki síst í jafnréttismálum. Hún segist ekki telja eftir sér að nesta barnið þegar nauðsyn krefur og sonurinn fái nóg að borða heima. „En mér hefur alltaf fundist gríðarlega mikilvægt að börnin mín hafi aðgang að góðum hádegisverði í skólanum, kannski af því að ég veit að þau borða hann frekar en matinn sem ég býð uppá heima. Þá tel ég að börnin hljóti að vinna betur í skólanum ef þau eru vel nærð á skólatíma.“ Hún segist hafa fullan skilning á lokunum mötuneyta vegna verkfalla. Sömuleiðis lokun mötuneyta meðan á samkomubanni og fjöldatakmörkunum í skólum stóð. Þá geti alveg komið upp að starfsfólk þurfi að hverfa frá í tímabundin leyfi. Grjónagrautur í dollu og Bónussamloka „Ég skil hins vegar ekki hvernig skólastjórnendum tekst að komast að þeirri niðurstöðu að það sé börnunum fyrir bestu að nærast í hádeginu á grjónagraut í dollu, kókómjólk, Bónus-brauðssamlokum og köldu pasta í þann rúma mánuð sem eftir er af skólanum. Því sjáið til, kæru lesendur sem enn hafa nennu til að lesa þessa langloku, samkvæmt skólastjórnendum má alls ekki verja peningum skólans í að fá aðkeyptan mat fyrir börnin og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað skólastjórinn að það væri ekki hægt að ráða afleysingu.“ Hún telur Ingibjörgu skólastjóra standa í þeirri trú að ef ætti að ráða nýjan matráð þá þyrfti viðkomandi að fara í tveggja vikna sóttkví. Það standist enga skoðun og engar ráðleggingar um slíkt sé að finna hjá landlæknisembættinu. Fossvogsskóli er hverfisskóli fyrir 6 – 12 ára börn í Blesugrófar- og Fossvogshverfi. Hann hefur starfað frá því 1971.Vísir/Vilhelm „Ég skil því bara hvorki upp né niður í því hvers vegna í ósköpunum ekki er hægt að leysa þetta mál og bjóða börnum í Fossvogsskóla upp á aðgang að hádegismat í skólanum eins og Reykjavíkurborg hefur einsett sér að gera í öllum skólum og er í boði fyrir öll börn í Reykjavík, nema í Fossvogi. Eru kjörnir fulltrúar í Reykjavík sáttir við að bara sum börn hafi aðgang að mötuneyti?“ Diljá Ámundadóttir Zoëga og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, eru spurðir álits í færslu Helgu og koma þær báðar af fjöllum. „Ég hef bara ekki heyrt af þessu en finnst þetta hljóma furðulega, það er mánuður eftir af skólanum,“ segir Heiða Björg og Diljá tekur í svipaðan streng og segist ætla að kafa ofan í málið. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. Foreldrar eru margir hverjir afar ósáttir og spyr móðir barns í skólanum hvort kjörnir fulltrúar í Reykjavík séu sáttir við þessa stöðu mála í skólanum. Skólastjóri telur ekki ástæðu til að ræða málið í fjölmiðlum. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir.Háskóli Íslands Grunnskólar um allt land tóku til starfa með svo til eðlilegum hætti mánudaginn 4. maí eftir að starf skólanna hafði verið litað af kórónuveirunni og þeim takmörkunum sem faraldurinn setti skólahaldi. Reyndar var það svo að 4. maí var starfsdagur í Fossvogsskóla svo foreldrar barna í skólanum, utan þrjátíu barna sem fengu inni á frístundaheimilinu Efstalandi, biðu sólarhring lengur með að komast aftur í rútínuna eins og oft er talað um. Í dag hrista foreldrarnir margir hverjir hausinn þegar þeir taka til tvöfalt nesti fyrir börn sín. Ávöxt milli mála og svo einhvern hádegisverð þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að bjóða ekki upp á hádegismat út skólaárið. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að enginn matur verði í boði út skólaárið. „Ég vil helst ekki ræða þetta í fjölmiðlum,“ sagði Ingibjörg Ýr spurð nánar út í stöðu mála. Kokkur í leyfi og auknar kröfur um þrif Í tölvupósti frá Ingibjörgu Ýr til foreldra þann 30. apríl með titlinum Minnum á starfsdag 4. maí sagði: Þá viljum við upplýsa ykkur um að fram að skólalokum verður ekki boðið upp á heitar máltíðir í skólanum. Nemendur munu borða inni í sínum skólastofum og við biðjum ykkur um að nesta þau fyrir morgun- og hádegisnesti. Ástæða þessa er af tvennum toga: Annars vegar eru gerðar auknar kröfur til skólans um þrif á húsnæði skólans út skólaárið og hins vegar er kokkurinn okkar í veikindaleyfi fram á haust. Starfsfólk okkar sem starfar að jafnaði í mötuneyti skólans mun sinna þrifum allan daginn á öllum margsnertanlegum flötum eins og borðum og stólum, salernum og handlaugum, hurðarhúnum og sólbekkjum, anddyrum og útidyrahurðum. Blaðamaður hefur heyrt hljóðið í nokkrum foreldrum barna í Fossvogsskóla sem segja ótrúlegt að ekki sé hægt að útvega kokk á þessum tímum. Um framtaksleysi sé að ræða. Helga Dögg Björgvinsdóttir er meðal þeirra foreldra sem skilja ekkert í stöðu mála og rekur málið á Facebook-síðu sinni. Telur mikilvægt að börnin fái hollan og góðan mat „Frá því um miðjan febrúar hefur sonur minn, og önnur börn í Fossvogsskóla, ekki haft aðgang að mötuneyti ef frá eru taldir örfáir dagar í mars á milli verkfalls og samkomubanns. Þegar styttast fór í að skólastarf hæfist aftur með eðlilegum hætti var ég ekki síst spennt fyrir því að regla kæmist á hádegisverðinn hjá barninu og að hann kæmist í heitan, hollan og góðan mat í skólanum. Þessi spenningur dó hljóðum dauðdaga á mánudagskvöld (það var jú starfsdagur kennara á mánudag og því ekki skóli fyrr en á þriðjudag) þegar póstur barst frá umsjónakennara þar sem minnt var á að nesta þyrfti börnin fyrir bæði kaffitíma og hádegi. Fyrri tilkynningar um lokun mötuneytisins fram yfir sumarfrí höfðu farið framhjá mér, og raunar fleiri foreldrum, enda vandlega faldar í langloku tölvupósti sem barst frá skólanum með „subject“ línunni „minnum á starfsdag 4. maí“,“ segir Helga Dögg. Helga Dögg Björgvinsdóttir var Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna en sagði sig úr flokknum árið 2017 ásamt fleiri konum sem voru orðnar langþreyttar á hvernig haldið var á málum þar inni, ekki síst í jafnréttismálum. Hún segist ekki telja eftir sér að nesta barnið þegar nauðsyn krefur og sonurinn fái nóg að borða heima. „En mér hefur alltaf fundist gríðarlega mikilvægt að börnin mín hafi aðgang að góðum hádegisverði í skólanum, kannski af því að ég veit að þau borða hann frekar en matinn sem ég býð uppá heima. Þá tel ég að börnin hljóti að vinna betur í skólanum ef þau eru vel nærð á skólatíma.“ Hún segist hafa fullan skilning á lokunum mötuneyta vegna verkfalla. Sömuleiðis lokun mötuneyta meðan á samkomubanni og fjöldatakmörkunum í skólum stóð. Þá geti alveg komið upp að starfsfólk þurfi að hverfa frá í tímabundin leyfi. Grjónagrautur í dollu og Bónussamloka „Ég skil hins vegar ekki hvernig skólastjórnendum tekst að komast að þeirri niðurstöðu að það sé börnunum fyrir bestu að nærast í hádeginu á grjónagraut í dollu, kókómjólk, Bónus-brauðssamlokum og köldu pasta í þann rúma mánuð sem eftir er af skólanum. Því sjáið til, kæru lesendur sem enn hafa nennu til að lesa þessa langloku, samkvæmt skólastjórnendum má alls ekki verja peningum skólans í að fá aðkeyptan mat fyrir börnin og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað skólastjórinn að það væri ekki hægt að ráða afleysingu.“ Hún telur Ingibjörgu skólastjóra standa í þeirri trú að ef ætti að ráða nýjan matráð þá þyrfti viðkomandi að fara í tveggja vikna sóttkví. Það standist enga skoðun og engar ráðleggingar um slíkt sé að finna hjá landlæknisembættinu. Fossvogsskóli er hverfisskóli fyrir 6 – 12 ára börn í Blesugrófar- og Fossvogshverfi. Hann hefur starfað frá því 1971.Vísir/Vilhelm „Ég skil því bara hvorki upp né niður í því hvers vegna í ósköpunum ekki er hægt að leysa þetta mál og bjóða börnum í Fossvogsskóla upp á aðgang að hádegismat í skólanum eins og Reykjavíkurborg hefur einsett sér að gera í öllum skólum og er í boði fyrir öll börn í Reykjavík, nema í Fossvogi. Eru kjörnir fulltrúar í Reykjavík sáttir við að bara sum börn hafi aðgang að mötuneyti?“ Diljá Ámundadóttir Zoëga og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, eru spurðir álits í færslu Helgu og koma þær báðar af fjöllum. „Ég hef bara ekki heyrt af þessu en finnst þetta hljóma furðulega, það er mánuður eftir af skólanum,“ segir Heiða Björg og Diljá tekur í svipaðan streng og segist ætla að kafa ofan í málið.
Þá viljum við upplýsa ykkur um að fram að skólalokum verður ekki boðið upp á heitar máltíðir í skólanum. Nemendur munu borða inni í sínum skólastofum og við biðjum ykkur um að nesta þau fyrir morgun- og hádegisnesti. Ástæða þessa er af tvennum toga: Annars vegar eru gerðar auknar kröfur til skólans um þrif á húsnæði skólans út skólaárið og hins vegar er kokkurinn okkar í veikindaleyfi fram á haust. Starfsfólk okkar sem starfar að jafnaði í mötuneyti skólans mun sinna þrifum allan daginn á öllum margsnertanlegum flötum eins og borðum og stólum, salernum og handlaugum, hurðarhúnum og sólbekkjum, anddyrum og útidyrahurðum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira