„Hefði alveg verið til í að særa ekki svona mikið af fólki sem mér þykir vænt um“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2020 10:28 Einar Ágúst hefur upplifað það að fara beint á toppinn en síðan rakleitt á botninn. Einar Ágúst Víðisson hefur átt litríkan feril sem tónlistarmaður allt frá árinu 1997 þegar hann gekk fyrst til liðs við hljómsveitina Skítamóral en sú sveit átti þá fljótlega eftir að verða ein alvinsælasta hljómsveit landsins. Segja má að liðsmenn sveitarinnar hafi orðið heimsfrægir á Íslandi á einni nóttu þegar þeir gáfu út lagið Farin árið 1998 en strákarnir áttu upp úr því marga smelli á vinsældar listum landsins og seldu plötur í bílförmum næstu ár á eftir. Einar var á þessum tíma einnig vinsæll útvarpsmaður á FM 957 komst á þessum árum iðulega í sviðsljósið fyrir líflega framkomu sína hnyttin tilsvör. En þetta voru ekki alltaf jákvæðar fréttir því í september árið 2004 greindu fjölmiðlar frá því að Einar hefði verið handtekinn í einu stærsta fíkniefnamáli landsins á þeim tíma. Einar er þó öllum þessum árum síðar kominn á mun betri stað og hefur hann nú ásamt félögum sínum í Skítamóral gengið aftur fram á sviðið en hljómsveitin gaf einmitt út nýtt lag á dögunum og segir Einar stemmninguna í hópnum vera frábæra. Ótrúlegt bræðralag „Þetta er einhvern veginn alveg einstök kemístría. Mér var tekið vel og leið alltaf eins og maður hefði þekkt þá alla tíð. Þetta bræðralag sem öllum krökkum dreymir um að eignast er í þessu bandi. Við munum þekkja hvor aðra miklu betur heldur en nokkur eiginkona einhvers,“ segir Einar Ágúst. „Menn eru búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman og búa við þröngan kost. Maður bjó bara í rútu í nokkur ár og alveg einstakt að hafa lent í svona hóp.“ Skítamórall varð fljótlega ein vinsælasta hljómsveit landsins. Einar ágúst segir eftir á að hyggja margar minningar standa upp úr frá ferlinum en erfitt sé að festa fingurinn á einhvern ákveðinn hápunkt sveitarinnar eða augnablik. „Ég held að það séu mörg merkileg augnablik eftir. Auðvitað er yfirþyrmandi að standa fyrir framan 15 þúsund manna sal í Eurovision í 2-3 skipti og vita af öllum þessum milljónum að horfa yfirþyrmandi tilfinning. Svo að spila fyrir fimmtán hundruð manns á Broadway helgi eftir helgi, þetta er allt svo yfirþyrmandi. Að þurfa lauma sér á hátíðarsvæði til að þurfa ekki að sitja í marga klukkutíma og árita. Þetta er svo óraunverulegt en mér finnst þetta allt stórfenglegt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast báðum hliðunum. Hvernig er að komast á botninn og hvernig það er að fara með túrbóhraðferð á botninn líka. Þetta gerðist allt svo hratt og var svo yfirgengilega mikið á svo skömmum tíma. Maður var bara rosalega mikið að sinna þessu og það er í dag sem maður fær að upplifa þakklætið fyrir að koma frá litlu sjávarplássi úti á landi og upplifa þessa drauma sína. Eiga vinsæl lög og að fá að skemmta fólki. Þetta var algjör sturlun og óraunverulegt. Maður þurfti lögreglufylgd vegna vinsælda, til þess að komast á hátíðarsvæðin. Svo fékk ég reyndar líka lögreglufylgd einhverjum árum seinna af öðrum sökum,“ segir Einar léttur í bragði en er þar að vísa í dökkt tímabil ferils síns þegar hann að eigin sögn hvarf inn í mikla ógæfu og missti á tíma öll tök á sínu eigin lífi. Einar segist ekki hafa getið boðið vinum og vandamönnum upp á þessa umfjöllun um hann. „Þá var ég byrjaður að nota áfengi og ólögleg vímuefni. Ég var kominn á þann stað í lífinu að þrátt fyrir að þrá að losna út úr því lífi, þá gat ég það ekki. Ég var bara orðinn mjög veikur, veikur fíkill. Þá byrjar maður að taka ákvarðanir sem snúa frekar að eigingirni heldur en annarra manna hag. Óheiðarleikinn vatt upp á sig þar til að hann varð of mikill og sprakk í andlitið á mér. Ég er sem sagt handtekinn með einhverju fólki sem er að flytja inn fíkniefni og fárið og öll umfjöllun málsins snýst um mig, ég er ekki einu sinni ákærður í málinu. Fólk getur fyrirgefið manni að vera fífl og fáviti og gera mistök, en það fyrirgefur manni ekki að vera glæpamaður. Þetta er bara of mikið, ég gat ekki boðið neinum upp á þetta. Ég gat ekki boðið samstarfsfólki mínu á FM upp á þetta og gat ekki boðið hljómsveitinni upp á það að draga þá inn í þetta. Þetta er bara svo yfirgengilega mikið.“ Yfirgengileg viðbrögð Einar Ágúst sagði skilið við hljómsveitina á þessum tímapunkti og reyndi að ná tökum á lífi sínu. Hann fór í meðferð og við tók tímabil þar sem líf hans sveiflaðist upp og niður. Á einum tímapunkti virtist vera sjóða upp úr hjá honum en árið 2014 hugðist blaðamaður kæra hann vegna hótana sem Einar hafði sent honum eftir að fjallað hefði verið um persónuleg fjármál hans á Vísi.is. Einar fór þá niður á skrifstofu Vísis og skvetti þar kaffi framan í blaðamanninn sem hafði skrifað fréttina. Í dag segist Einar skilja það miklu betur að blaðamenn eigi auðvitað ekki eingöngu að fjalla um þjóðþekkta einstaklinga þegar vel gengur en hann hafi á þessum tíma upplifað fjölmiðla vera leggja sig í ákveðið einelti sem honum þótti fara langt yfir strikið. „Ég var bara á þeim stað að ég áleit svo að blaðamenn hefðu engan rétt til að taka sér það vald að skrifa um einkalíf annars fólks, og hvað þá mitt. Svo kemur það upp að það eru skrifaður hlutir um mig sem mér fannst of persónulegir og á röngum tíma. Ég reiddist bara og hugsaði með mér, hvað á ég að gera? Á ég að rífa kjaft á netinu. Nei ég fer bara og tek aðeins í hann. Viðbrögðin auðvitað yfirgengileg og við skulum segja sem svo að þessu sé lokið. Þetta var bara viðkvæmnin. Það var bara komið nóg og menn skyldu bara virða það. Ég gerði þau mistök að selja ímynd mína sem bad boy fyrir mörgum árum síðan, sem ég stend engan veginn undir.“ Og Einar segist svo sannarlega hafa lært af mistökum sínum og þessum erfiðu tímapunktum sem hafi þrátt fyrir allt kennt honum mikið um lífið sjálft og ekki síst um sig sjálfan sem manneskju. „Lærdómurinn er búinn að vera gríðarlegur. Ég hef alltaf reynt að finna merkingu hlutanna í lífinu. Þessi lexía er búin að vera gríðarlega mikilvæg og ekki síður niðurföllin, frekar heldur en uppsveiflan. Vonandi skilar þetta manni sem betri manni. Ég hefði alveg verið til í að særa ekki svona mikið af fólki sem mér þykir vænt um. Mér hefur liðið djöfullega út af sjúkdómum sem ég ber sem er þunglyndi og kvíði. Ég hef ekki fengið neina hjálp við því og hefði alveg vilja segja við Einar fyrir tuttugu árum síðan að þetta verði allt í lagi. Þetta er mitt líf og það fór svona. Ég veit hvernig á að spila vitlaust úr spilunum. Ég veit svo sannarlega hvernig á að gera hlutina rétt,“ segir Einar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Einar Ágúst Víðisson hefur átt litríkan feril sem tónlistarmaður allt frá árinu 1997 þegar hann gekk fyrst til liðs við hljómsveitina Skítamóral en sú sveit átti þá fljótlega eftir að verða ein alvinsælasta hljómsveit landsins. Segja má að liðsmenn sveitarinnar hafi orðið heimsfrægir á Íslandi á einni nóttu þegar þeir gáfu út lagið Farin árið 1998 en strákarnir áttu upp úr því marga smelli á vinsældar listum landsins og seldu plötur í bílförmum næstu ár á eftir. Einar var á þessum tíma einnig vinsæll útvarpsmaður á FM 957 komst á þessum árum iðulega í sviðsljósið fyrir líflega framkomu sína hnyttin tilsvör. En þetta voru ekki alltaf jákvæðar fréttir því í september árið 2004 greindu fjölmiðlar frá því að Einar hefði verið handtekinn í einu stærsta fíkniefnamáli landsins á þeim tíma. Einar er þó öllum þessum árum síðar kominn á mun betri stað og hefur hann nú ásamt félögum sínum í Skítamóral gengið aftur fram á sviðið en hljómsveitin gaf einmitt út nýtt lag á dögunum og segir Einar stemmninguna í hópnum vera frábæra. Ótrúlegt bræðralag „Þetta er einhvern veginn alveg einstök kemístría. Mér var tekið vel og leið alltaf eins og maður hefði þekkt þá alla tíð. Þetta bræðralag sem öllum krökkum dreymir um að eignast er í þessu bandi. Við munum þekkja hvor aðra miklu betur heldur en nokkur eiginkona einhvers,“ segir Einar Ágúst. „Menn eru búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman og búa við þröngan kost. Maður bjó bara í rútu í nokkur ár og alveg einstakt að hafa lent í svona hóp.“ Skítamórall varð fljótlega ein vinsælasta hljómsveit landsins. Einar ágúst segir eftir á að hyggja margar minningar standa upp úr frá ferlinum en erfitt sé að festa fingurinn á einhvern ákveðinn hápunkt sveitarinnar eða augnablik. „Ég held að það séu mörg merkileg augnablik eftir. Auðvitað er yfirþyrmandi að standa fyrir framan 15 þúsund manna sal í Eurovision í 2-3 skipti og vita af öllum þessum milljónum að horfa yfirþyrmandi tilfinning. Svo að spila fyrir fimmtán hundruð manns á Broadway helgi eftir helgi, þetta er allt svo yfirþyrmandi. Að þurfa lauma sér á hátíðarsvæði til að þurfa ekki að sitja í marga klukkutíma og árita. Þetta er svo óraunverulegt en mér finnst þetta allt stórfenglegt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast báðum hliðunum. Hvernig er að komast á botninn og hvernig það er að fara með túrbóhraðferð á botninn líka. Þetta gerðist allt svo hratt og var svo yfirgengilega mikið á svo skömmum tíma. Maður var bara rosalega mikið að sinna þessu og það er í dag sem maður fær að upplifa þakklætið fyrir að koma frá litlu sjávarplássi úti á landi og upplifa þessa drauma sína. Eiga vinsæl lög og að fá að skemmta fólki. Þetta var algjör sturlun og óraunverulegt. Maður þurfti lögreglufylgd vegna vinsælda, til þess að komast á hátíðarsvæðin. Svo fékk ég reyndar líka lögreglufylgd einhverjum árum seinna af öðrum sökum,“ segir Einar léttur í bragði en er þar að vísa í dökkt tímabil ferils síns þegar hann að eigin sögn hvarf inn í mikla ógæfu og missti á tíma öll tök á sínu eigin lífi. Einar segist ekki hafa getið boðið vinum og vandamönnum upp á þessa umfjöllun um hann. „Þá var ég byrjaður að nota áfengi og ólögleg vímuefni. Ég var kominn á þann stað í lífinu að þrátt fyrir að þrá að losna út úr því lífi, þá gat ég það ekki. Ég var bara orðinn mjög veikur, veikur fíkill. Þá byrjar maður að taka ákvarðanir sem snúa frekar að eigingirni heldur en annarra manna hag. Óheiðarleikinn vatt upp á sig þar til að hann varð of mikill og sprakk í andlitið á mér. Ég er sem sagt handtekinn með einhverju fólki sem er að flytja inn fíkniefni og fárið og öll umfjöllun málsins snýst um mig, ég er ekki einu sinni ákærður í málinu. Fólk getur fyrirgefið manni að vera fífl og fáviti og gera mistök, en það fyrirgefur manni ekki að vera glæpamaður. Þetta er bara of mikið, ég gat ekki boðið neinum upp á þetta. Ég gat ekki boðið samstarfsfólki mínu á FM upp á þetta og gat ekki boðið hljómsveitinni upp á það að draga þá inn í þetta. Þetta er bara svo yfirgengilega mikið.“ Yfirgengileg viðbrögð Einar Ágúst sagði skilið við hljómsveitina á þessum tímapunkti og reyndi að ná tökum á lífi sínu. Hann fór í meðferð og við tók tímabil þar sem líf hans sveiflaðist upp og niður. Á einum tímapunkti virtist vera sjóða upp úr hjá honum en árið 2014 hugðist blaðamaður kæra hann vegna hótana sem Einar hafði sent honum eftir að fjallað hefði verið um persónuleg fjármál hans á Vísi.is. Einar fór þá niður á skrifstofu Vísis og skvetti þar kaffi framan í blaðamanninn sem hafði skrifað fréttina. Í dag segist Einar skilja það miklu betur að blaðamenn eigi auðvitað ekki eingöngu að fjalla um þjóðþekkta einstaklinga þegar vel gengur en hann hafi á þessum tíma upplifað fjölmiðla vera leggja sig í ákveðið einelti sem honum þótti fara langt yfir strikið. „Ég var bara á þeim stað að ég áleit svo að blaðamenn hefðu engan rétt til að taka sér það vald að skrifa um einkalíf annars fólks, og hvað þá mitt. Svo kemur það upp að það eru skrifaður hlutir um mig sem mér fannst of persónulegir og á röngum tíma. Ég reiddist bara og hugsaði með mér, hvað á ég að gera? Á ég að rífa kjaft á netinu. Nei ég fer bara og tek aðeins í hann. Viðbrögðin auðvitað yfirgengileg og við skulum segja sem svo að þessu sé lokið. Þetta var bara viðkvæmnin. Það var bara komið nóg og menn skyldu bara virða það. Ég gerði þau mistök að selja ímynd mína sem bad boy fyrir mörgum árum síðan, sem ég stend engan veginn undir.“ Og Einar segist svo sannarlega hafa lært af mistökum sínum og þessum erfiðu tímapunktum sem hafi þrátt fyrir allt kennt honum mikið um lífið sjálft og ekki síst um sig sjálfan sem manneskju. „Lærdómurinn er búinn að vera gríðarlegur. Ég hef alltaf reynt að finna merkingu hlutanna í lífinu. Þessi lexía er búin að vera gríðarlega mikilvæg og ekki síður niðurföllin, frekar heldur en uppsveiflan. Vonandi skilar þetta manni sem betri manni. Ég hefði alveg verið til í að særa ekki svona mikið af fólki sem mér þykir vænt um. Mér hefur liðið djöfullega út af sjúkdómum sem ég ber sem er þunglyndi og kvíði. Ég hef ekki fengið neina hjálp við því og hefði alveg vilja segja við Einar fyrir tuttugu árum síðan að þetta verði allt í lagi. Þetta er mitt líf og það fór svona. Ég veit hvernig á að spila vitlaust úr spilunum. Ég veit svo sannarlega hvernig á að gera hlutina rétt,“ segir Einar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira