Kindur og nýfædd lömb drápust í eldsvoða á Suðurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 08:43 Frá Vík í Mýrdal en eldsvoðinn kom upp á bæ í hreppnum. Allt tiltækt slökkvilið í Vík var kallað út vegna eldsins. Vísir/Jói K. Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu. Mýrdalshreppur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Mýrdalshreppur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira