Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans. Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans.
Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent