Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:15 Arion banki tapaði tæpum 2,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Vísir/vilhelm Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira