Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:38 Hverfið sem mun rísa í Gufunesi er sérstaklega hugsað með þarfir ungs fólks og fyrstu kaupendur í huga. Vísir/Einar Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira