Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2019 06:30 Hreggviður Hermannsson sætir ákæru vegna nágrannadeilna í Flóahreppi. Héraðsdómur Suðurlands hefur nú úrskurðað lögreglustjórann á Suðurlandi vanhæfan til að fara með málið. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Embættið gaf út ákæru á hendur honum í mars síðastliðnum fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Fjallað er um vanhæfni lögreglustjórans á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé þannig löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Í frétt Fréttablaðsins er vísað í greinargerð Einars Gauts Steingrímssonar, verjanda Hreggviðs, til Landsréttar þar sem hann segir Hreggvið hafa verið lagðan í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Áhugi embættisins á honum jaðri við þráhyggju. Nágrannadeilurnar í Flóahreppi hafa oft ratað í fjölmiðla. Fyrr á þessu ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Eins og áður segir hafa nágrannaerjurnar staðið um árabil og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Snýst deilan í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 um nágrannaerjurnar 2014 má sjá fyrir neðan. Dómsmál Flóahreppur Lögreglan Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Embættið gaf út ákæru á hendur honum í mars síðastliðnum fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Fjallað er um vanhæfni lögreglustjórans á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé þannig löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Í frétt Fréttablaðsins er vísað í greinargerð Einars Gauts Steingrímssonar, verjanda Hreggviðs, til Landsréttar þar sem hann segir Hreggvið hafa verið lagðan í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Áhugi embættisins á honum jaðri við þráhyggju. Nágrannadeilurnar í Flóahreppi hafa oft ratað í fjölmiðla. Fyrr á þessu ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Eins og áður segir hafa nágrannaerjurnar staðið um árabil og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Snýst deilan í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 um nágrannaerjurnar 2014 má sjá fyrir neðan.
Dómsmál Flóahreppur Lögreglan Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06
Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00