Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2019 06:30 Hreggviður Hermannsson sætir ákæru vegna nágrannadeilna í Flóahreppi. Héraðsdómur Suðurlands hefur nú úrskurðað lögreglustjórann á Suðurlandi vanhæfan til að fara með málið. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Embættið gaf út ákæru á hendur honum í mars síðastliðnum fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Fjallað er um vanhæfni lögreglustjórans á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé þannig löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Í frétt Fréttablaðsins er vísað í greinargerð Einars Gauts Steingrímssonar, verjanda Hreggviðs, til Landsréttar þar sem hann segir Hreggvið hafa verið lagðan í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Áhugi embættisins á honum jaðri við þráhyggju. Nágrannadeilurnar í Flóahreppi hafa oft ratað í fjölmiðla. Fyrr á þessu ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Eins og áður segir hafa nágrannaerjurnar staðið um árabil og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Snýst deilan í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 um nágrannaerjurnar 2014 má sjá fyrir neðan. Dómsmál Flóahreppur Lögreglan Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Embættið gaf út ákæru á hendur honum í mars síðastliðnum fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Fjallað er um vanhæfni lögreglustjórans á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé þannig löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Í frétt Fréttablaðsins er vísað í greinargerð Einars Gauts Steingrímssonar, verjanda Hreggviðs, til Landsréttar þar sem hann segir Hreggvið hafa verið lagðan í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Áhugi embættisins á honum jaðri við þráhyggju. Nágrannadeilurnar í Flóahreppi hafa oft ratað í fjölmiðla. Fyrr á þessu ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. Eins og áður segir hafa nágrannaerjurnar staðið um árabil og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Snýst deilan í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 um nágrannaerjurnar 2014 má sjá fyrir neðan.
Dómsmál Flóahreppur Lögreglan Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06
Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00