Baðst afsökunar á því að hafa fært leikmanni hræðilegar fréttir í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 22:00 Joe Burrow var valinn maður leiksins og sést hér í einu af mörgum sjónvarpsviðtölum sínum eftir leikinn. Getty/Gregory Shamus Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira